Stefna fyrirtækisins
Unnið frá grunnni
Fagtækni leggur ekki aðeins lagnir heldur býður upp á heildarlausnir sem felast í því að allar teikningar, verkáætlanir og kostnaðaráætlanir eru gerðar hjá fyrirtækinu á sviði raflagna og sérkerfa. Við teljum nauðsynlegt að halda trúnað við viðskiptavini okkar og einnig að sýna heiðarleika í hvívetna.
Með því að hafa allt uppi á borðinu frá upphafi veitum við bæði viðskiptavinum okkar og okkur sjálfum bestu mögulegar aðstæður til að vinna verkið og með árunum sést það æ betur hve traustið milli verksala og verkkaupa er mikilvægt. Hin síðustu ár hefur einnig orðið sú áherslubreyting hjá Fagtækni að í stað þess að ljúka uppsetningu rafkerfa og fara frá verkinu að því loknu eins og oft tíðkast hjá rafverktökum, höfum við boðið þjónustu okkar áfram með gerð þjónustusamninga sem er ótvíræður kostur fyrir verkkaupann.
Fagtækni hefur undanfarin 5 ár unnið eftir eigin gæðakerfi, fyrirmynd af því kerfi er Handbók fyrir fyrirtæki sem ætla að taka upp vottað ISO9001 gæðakerfi og er stefnan tekin að ISO9001 vottuðu gæðakerfi. Öll vistun gagna og meðferð tólvupóst er eftir gæðakerfinu ásamt samskiptum við Neytendastofu og Orkuveitur. Verklag er gert skýrara og ákveðnara með verklagsreglum ásamt eyðublöðum fyrir prófanir og úttekt eigin verka.
Stöðugt nám
Mikil áhersla er lögð á endur- og símenntun starfsfólks fyrirtækisins og stöðugt er verið að senda fólk á námskeið bæði utan lands og innan. Nú í sumar fóru tveir starfsmenn á sérstakt námskeið í instabusforritun til Þýskalands, sem er tölvustýrt stjórnkerfi raflagna sem hefur færst mjög í vöxt að sé sett upp í nýbyggingum stórum og smáum.
Hvað framtíðina snertir verður kappkostað að vinna áfram af fullum heilindum fyrir viðskiptavini okkar og munum ávallt bjóða bestu hugsanlegu lausnina í hverju máli, hvort sem um er að ræða hönnun, teikningu eða heildarlausn á raflagnakerfum og þjónustu með þjónustusamningum við kerfin eftir að þau hefur verið sett upp.